Google er stærsta leitarvélin í dag, með um 45% forskot á þá næstu, Bing, í röðinni. Google hefur þá stöðu að vera einskonar samnefnari yfir allar leitarvélar og hefur m.a.s sitt eigið slangur, að “gúgla” þýðir að “ slá upp“ eða „leita” að einhverju á internetinu.

Hér ætla ég að tala um Google. Aðrar leitarvélar, svo sem eins og Bing og Yahoo eru svipaðar þ.e nota svipaðar aðferðir til þess að skanna og safna efni, en eru ekki til hins ítrasta eins.


Samband þitt við Google.

Það sama má segja um sanna vináttu og samband þitt við Google, vináttan byggist á trausti og ræktun vinasambandsins yfir langan tíma og það gerir samband þitt við Google líka. Google byggir ákvörðun sína um hvar á að birta vefinn þinn í leitarniðurstöðum t.d á því hve mikið traust það ber til þín.

Ef við spáum aðeins í því, þá, þegar við leitum á Google, gerum við ráð fyrir að Google birti mest viðeigandi og mest ganglegu leitarniðurstöðurnar efst, matreiddar á silfurfati fyrir okkur sem á ofurhraða skönnum niðurstöðurnar og veljum það sem við teljum líklegast að muni leiða okkur að því svari sem við leitum að.

Gerum við ekki svolítið ráð fyrir að það sem er efst, t.d í þremur efstu sætunum á leitarvélinni, sé það sem við erum að leita að?

Google veit að notandinn (við) hefur tilhneigingu til þess að velja efstu niðurstöðurnar og vegna þess að markmið Google er að veita notandanum mest viðeigandi og mest gagnlegu upplýsingarnar, krefst það þess að vefsíðueigandinn geri heimavinnuna sína og setji fram upplýsingar sem nýtast notandanum sem best.

Til þess að mæla hvort upplýsingarnar sem vefsíðueigandinn setur fram séu viðeigandi, ganglegar og traustsins verðar notar Google ákveðin viðmið.

Fyrst vil ég taka fram að leitarvélabestun er langhlaup. Gamaldags leitarvélabestunaraðferðir og þeir sem ekki kunna til verka gætu gefið í skin að leitarvélabestun sé eitthvað sem smellt er í gang með því að kveikja á því, með uppsetningu einfaldrar setningu í kóða síðunnar eða einfaldri uppröðun leitarorða í þartilgerðri viðbót og svo þurfi ekki að gera meir, vefurinn muni síðan vinna fyrir þig á sjálfu sér, Google muni taka þig uppá arma sína og þú getir notið frísins í Karabíska hafinu á meðan vefsíðan malar gullið þitt.

Þetta er ekki raunin í dag. Leitarvélabestun er í raun eitthvað sem þú byggir upp yfir langan tíma. Ekki svo að skilja að það sé engin tæknileg leitarvélabestun sem fer fram í kóða hennar og framsetningu, síður en svo. Hér erum við hinsvegar að ræða hvað þú ættir að gera sem eigandi vefsíðu.

Í raun og veru eru stærstu mistökin sem vefsíðueigandinn gerir í dag þau, að ætlast til þess að gera minnstu vinnuna fyrir mesta ágóðan, þegar í raun hann ætti að vera að gera mestu vinnuna fyrir, í byrjun, minnsta ágóðan.

Hljómar kannski ekki sem innblástur til þess að byrja að hamast við að leitarvélabesta, en er engu að síður hvernig þetta allt saman virkar þegar öllu er á botnin hvolft.

…ertu ennþá með? Nokkuð hætt/ur við strax? Lesum áfram, þetta skýrist.

Virðisaukandi nálgun

Það sem Google vill sjá er að vefsíðueigandinn bæti á lífsgæði notandans. Þ.e ef ég er að selja garn og prjóna myndi ég bæta á lífsgæði notenda minna (og tilvonandi viðskiptavina) með því að setja fram á vefsíðunni þar sem ég sel garnið, t.d kennslumyndbönd um hvernig á að prjóna með hinni og þessari aðferð. Ég myndi leitast við að svara öllum þeim spurningum sem prjónarinn kann að hafa, t.d hvaða prjónastærð á bandarískan mælikvarða samsvarar prjónastærð á evrópskan mælikvarða, hvað þýða táknin í prjónauppskriftinni og þar fram eftir götunum.

Leitarvélabestun er langtímaverkefni sem, ef byggir á traustum grunni, mun skila beinum gróða til fyrirtækis þíns.

 

Hvað þarft þú, sem vefsíðueigandi að gera svo þínar upplýsingar skori hátt hjá Google? Hvernig öðlast þú traust Google? Hvernig verður síðan þín metin þannig að hún er talin hafa mest viðeigandi og mest gagnlegu upplýsingarnar?

Megin viðmið sem Google notar til þess að meta hvort innihald vefsíðu þinnar sé þess virði að birta það notandanum eru þessi:

  • Innihald / efni síðu: að vera með mest viðeigandi efnið og mest gagnlega efnið, eða m.ö.o ertu með besta svarið við spurningu viðskiptavinar þíns?
  • Áreiðanleiki (authority site): síða sem er þekkt og virt fyrir áreiðanleika sinn, er títt notuð sem tilvísun af öðrum síðun og efni af henni er oft deilt. Hátt skor í áreiðanleika byggist m.a á fjölda linka, hve viðeigandi (viðeigandi efni síðunnar) þeir eru og vinsældum þeirra.
  • Aldur síðu: Tími í árum talið frá því að síðan var fyrst skönnuð (indexed) af Google.
  • Hve viðeigandi er síðan: Hve viðeigandi er efni síðunnar m.v leit notanda.

Hve viðeigandi síðan þín verður metin ákvarðast m.a af því hvernig hún kemur útúr atriði 1-3 á listanum hér að ofan. Google mun meta þig viðeigandi ef það sér að þú ert iðin/n við að bæta lífsgæði viðskiptavinar þíns (þú bætir virði þitt fyrir honum með því að setja fram virðis aukandi efni á síðuna og bæta þar með lífsgæði notandans) og fylgir þeim reglum sem Google setur upp.

Reglurnar sem Google setur upp eru víðtækar. Allt frá viðmiðunarreglum vefhönnunar, viðmiðunarreglum innihaldshönnunar (content design), tæknilegar viðmiðunarreglur og að sjálfsögðu viðmiðunarreglum bestunar á vefsíðu (on page SEO).

En, áður en hægt er að skoða þessa fjóra þætti nánar verðum við að skoða hornstein leitarvélabestunar sem er þau leitarorð (keywords) sem þú munt nota til að ná árangri á Google.

Sama hvernig á málið er litið er þitt fyrsta hlutverk að gera leitarorðagreiningu, allt um það í þessari grein.