Hönnun

Sérgrein okkar er vefhönnun en við sinnum líka verkefnum sem tengjast grafískri hönnun, bæði fyrir prent og vef.

Vefhönnun

Vefsíða ætti að vera fagurfræðilega aðlaðandi og faglega unnin. Staðreyndin er sú að vefsíðan þín er andlit fyrirtækis þíns á internetinu og þú vilt stjórna hvaða ljósi hún varpar á starfssemi þína, vörur og þjónustu. Vefsíðan þín er í mörgum tilfellum fyrsta og eina tækifærið sem þú færð til þess að laða að þér nýja viðskiptavini, svo fyrstu kynni eru mjög mikilvæg.

Hér gæti verið um að ræða alveg nýjan vef eða jafnvel endurhönnun á vef. Hvorutveggja tökum við opnum örmum.

Sendu okkur línu og segðu okkur frá hugmyndinni!

Grafísk hönnun

Grafísk hönnun sem við sinnum er af ýmsum toga. Við höfum hingað til helst verið í að hanna vefi, lógó, skilti, merkimiða, bréfsefni, bæklinga og auglýsingaefni bæði fyrir prent og vef.

Ljósmyndun og myndvinnsla

Við sinnum allri myndvinnslu. Þú getur einnig fengið okkur til þess að koma og ljósmynda fyrir þig.