Ef fyrirtækið þitt er í samkeppni við önnur fyrirtæki á markaðnum eru kostir þess að ráða vefhönnuð eða vefstofu til þess að hanna og setja upp vefinn þinn ótvíræðir.

Staðreyndin er sú að vefur fyrirtækis er andlit þess á internetinu og þú vilt stjórna hvaða ljósi hann varpar á starfssemina, vörur og þjónustu. Vefsíðan er í mörgum, og í sumum geirum í öllum tilfellum fyrsta og eina tækifærið sem þú færð til þess að laða að nýja viðskiptavini, svo fyrstu kynni eru mjög mikilvæg.

Vefur er ekki bara vefur. Það er misskilningur að ef vef er hent upp án nokkurra pælinga að hann komi til með að skila fyrirtækinu þínu gróða.

 

5 atriði sem vert er að íhuga

1  ) Hönnun og uppsetning vefs

Hefur þú prufað að hanna vef? Það getur verið erfitt að hanna hágæða vef frá grunni eða setja upp útfrá fríu skapalóni ef þú hefur ekki grafíska menntun og/eða reynslu í vefhönnun.

Hönnunarviðmið breytast hratt og tækni fleygir fram. Vefhönnuður er með þetta allt á hreinu og getur skilað þér öflugum notendavænum vef sem byggður er til þess að auka sölu og þjónusta viðskiptavini þína.

2 ) Efni vefsíðu og leitarvélabestun

Efni vefsíðu þinnar, eins og t.d textinn á henni, er meirihátta mikilvægt. Upplýsingar á vefnum þínum þurfa að vera hnitmiðaðar og snúa að notanda vefsins. Algeng mistök fyrirtækja eru að horfa framhjá því að semja texta og annað efni með markhópinn í huga.

Ef vel á að vera þarf allt efni vefsins að vera bestað fyrir leitarvélar (SEO). Þetta er mjög mikilvægt ef þú ert í samkeppni á markaðnum. Í dag, sérlega ef þú ert með nýtt fyrirtæki, þarftu virkilega að vinna fyrir því að koma í leitirnar á leitarvélum. Ekki til að draga úr þér allan vind, alls ekki, þetta er bara eitthvað sem þarf að taka föstum tökum.

Fyrir mörg fyrirtæki gæti reglulega uppfært blogg og önnur efnisgerð eins og myndefni fyrir samfélagsmiðla eða fréttabréf verið góður kostur, aðallega til þess að koma starfsseminni upp á yfirborðið og fyrir augu fólks.

Góður vefhönnuður getur útbúið áætlun fyrir efnisgerð og leitarvélabestað vefinn þinn, bæði tæknilega séð og efnislega séð.

3 ) Skalanleg vefhönnun

Alla vefi á að vera hægt að skoða í öllum helstu vöfrum og skjástærðum. Það er ekki þörf á að vera með aðra útgáfu af vefnum sem sérstaklega er birt í t.d símum. Það er gamaldags aðferð. Vefurinn þinn á að skalast bæði upp og niður og efni hans á að vera jafn aðgengilegt í öllum helstu tækjum.

Þetta er orðin viðtekin venja í dag og óþrafi að ræða þetta neitt frekar.

4 ) Áreiðanleg hönnun og uppsetning vefs

Líkurnar á því að eitthvað fari úrskeiðis þegar leikmaður setur upp vef eru ríkjandi og það getur reynst bæði dýrt og tímafrekt að laga þau vandamál sem upp kunna að koma.

Þú gætir lent í því að þurfa að greiða hærri upphæðir fyrir að láta laga vandann heldur en ef upphaflega hefði verið leitað til vefhönnuðar sem hefði gengið úr skugga um að líkurnar á því að vefur lægi niðri, yrði hakkaður eða hætti að virka væru hverfandi.

Það besta við að kaupa þjónustu hjá vefhönnuði er að vefhönnuðurinn er alltaf bara í símtals eða tölvupósts fjarlægð og góður vefhönnuður tekur vel í að bregðast hratt við ef vandi liggur fyrir hendi.

5 ) Þú hefur forskot á samkeppnina

Vel unnin vefsíða mun pottþétt toppa illa ígrundaða vefsíðu.

Markmið vefhönnuðarins er að fyrirtækið þitt sé með forskot á samkeppnina og til þess að ná því fram nýtir vefhönnuðurinn nýjustu tækni og þekkingu hverju sinni. Vefhönnuðurinn er einnig líklegur til þess að bjóða þér þá þjónustu að mæla vefinn og lesa úr þeim mælingum og koma með tillögur að breytingum til batnaðar.

Vefhönnuður með verkvit

Þegar öllu er á botninn hvolft þá er alltaf betra að fá manneskju með kunnáttu í málið. Alveg sama hvort um ræðir húsasmíði, pípulagnir eða vefsíður. Kostnaður við að fá hannaða fyrir sig vefsíðu og jafnvel umsjá hennar er í dag rekstrarkostnaður sem fyrirtækisrekandi má gera ráð fyrir í kostnaðaráætlun sinni.