Um Dóttir vefhönnun

Ég heiti Kristín Guðmundsdóttir og er grafískur- og vefhönnuður og eigandi Dóttir vefhönnun.

Ég lærði margmiðlunarhönnun í Kaupmannahöfn og hef starfað í greininni sjálfstætt og sem ráðinn starfskraftur síðan 2008, bæði í Kaupmannahöfn og á Íslandi. Ég stofnaði Dóttir vefhönnun í október 2016 í Kaupmannahöfn eftir að hafa starfað þar sjálfstætt undir eigin nafni í nokkur ár. Frá og með júlí 2017 eru höfuðstöðvar mínar á Íslandi.

Ég bjó til mína fyrstu heimasíðu fyrir 20 árum síðan, hún bar nafnið Súperkisi.. ekki spyrja. Það liðu síðan þónokkuð mörg ár þangað til að ég gerði vefhönnun að starfi mínu og ég sé alls ekki eftir því. Að hanna, setja upp og sjá um vefi er eitt það skemmtilegasta sem ég geri.

Verkefnin sem ég tek að mér eru bæði stór og smá, ég kann mjög vel við áskoranir sem kalla á að ég fari út fyrir þægindarammann. Ég hef trú á að það geri mig að betri manneskju og færari vefhönnuði.

Hafðu samband.

Þegar ég er ekki að setja upp vefsíður, hanna grafík eða að kenna viðskiptavinum mínum að nota vefinn sinn er hægt að finna mig…

  • Í sófanum mínum að prjóna, tala um prjón eða blogga um prjón.
  • Í garðinum mínum, sem er á svölunum.. þar sem ég tek ílátagarðyrkju (containergardening) á næsta level. Jarðaber einhver?

  • Hjóla um borg og bý.

  • Á vappi um umhverfið með myndavélina mína að ljósmynda það sem fyrir augu ber og blogga um það.

Meira?

Hér eru 5 atriði sem ég giska á að þú vissir ekki um mig:

  • Ég er raðmamma. Börnin mín eru 16, 15, 11 og 4 (2017).

  • Ég er með eindæmum hæfileikarík þrifadama.
  • Mér hefur alltaf fundist síðhærðir menn með tattú alveg óheyrilega kúl.
  • Ég er flautuleikari. Ég spila m.a.s í bandi!
  • Ég stenst ekki mátið að kaupa garn þegar ég sé það og ég mun kaupa yfir mig í ritfanga deildinni.

Nokkrar umsagnir

Það er eitthvað svo gott að vinna með Kristínu, hefur góða návist, mjög dugleg og vinnusöm, góður hönnuður og manneskja. Ég vann með henni á kontórnum í Keflavík í (x tíma, man ekki svona) og hennar var sárt saknað þegar hún svo flutti til Danmerkur. Kristín er finisher, kláraði mikið af verkefnum hjá okkur, aldrei neitt vesen eða væl, kláraði bara on time and on budget sem er auðvitað ómetanlegt. Svo er auðvitað frábært að hafa yogakennara á launaskrá sem óeigingjarnt hendir í jógatíma á kontórnum, eitthvað sem eflir móral og vellíðan allra.
Gummisig - Hönnunarstjóri og listrænn stjórnandi, Kosmos og Kaos
Við erum búin að setja upp nokkra nýja wordpress vefi í loftið þar sem Kristín hefur séð um hönnun og forritun út frá okkar þarfagreiningu. Kristín er skipulögð, flink og hugsar í lausnum og höfum við við verið mjög ánægð með samstarfið. Einnig er Kristín ákaflega sanngjörn og passar vel upp á að viðskiptavinurinn fái góðar leiðbeiningar í vegnesti eftir að vefurinn hefur verið settur í loftið.
Edda Gísladóttir - Eigandi og framkvæmdastjóri, Kapall Markaðsráðgjöf
Great designer! Very creative, communicative, available, responsive and easy to work with. Highly recommended and I will certainly work with her in the future.“
Judy
Það var ánægjulegt að vinna með Kristínu. Við vorum í tímaþröng með að koma upp nýrri, fullbúinni heimasíðu og vinnubrögð hennar voru í samræmi við það; skjót og þægileg.
Thor E. Bachmann, IceWind ehf
„Kan helt klart anbefales! Min opgave blev løst på utrolig kort tid! Hun er fleksibel og meget realistisk med prisen. Jeg modtog over 14 tilbud på daværende tidspunkt. Jeg fik en masse konstruktiv feedback på min hjemmeside og ligeledes en masse bud på hvordan jeg kan optimere den endnu mere. Endvidere fik jeg besvaret alle mine spørgsmål med hurtig respons og vil helt klart kontakte hende igen, næste gang jeg får brug for hjælp til wordpress – 5 stjerner her fra“
Mads Uhrenfeldt, Petdeal

Ég skrifa um hitt og þetta veftengt þegar mér gefst tími. Hér eru síðustu færslur

Menntun

Menntun í vef og hönnun

2000 – núna Endurmenntun
Ég endurmennta sjálfa mig jafnt og þétt í vefhönnun, leitarvélabestun/SEO, HTML/CSS/PHP, WordPress

2008 – 2010 Copenhagen School of Design and Technology [Kaupmannahöfn]
Margmiðlunarhönnun

Sérgrein: Vefhönnun

Önnur hjartansmál: WordPress og Leitarvélabestun – SEO

2005 – 2006 Iðnskólinn í Reykjavík [Ísland]
Almenn hönnun

Upplýsingatækni

Almenn hönnun

…ýmis menntun..

2011 – 2012 Yoga Shala Reykjavík [Ísland]
Yoga kennar
Ég féll killiflöt í jógaheiminn. Ég var við æfingar í Yoga Shala og áður en ég vissi af hafði ég skráð mig í jógakennarann, byrjaði að kenna áður en ég kláraði námið og að sjálfsögðu endurhannaði ég vefinn þeirra.

1996 – 2006 Ýmsir skólar [Ísland]
Ég gerði mitt besta..
Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að gerast sálfræðingur, félagsfræðingur, hárgreiðsludama og blómaskreytir, allt meðan ég átti 3 af börnum mínum og rak eigið fyrirtæki sem kemur vefhönnun ekkert við. Ég er ein af þeim sem var bara lengi að finna mína hillu. Það sem ég lærði á því að „sóa“ tíma mínum í allt og ekkert er:

Skipulag, skipulag og skipulag. Einnig forgangsröðun og að greina á milli þess sem er mikilvægt og þess sem er áríðandi.

Litir og litasamsetning.

Fríhendis teikning.

..hárgreiðsludama?.. númm, ég græddi í það minnsta að geta framkvæmt einfaldar klippingar á börnunum, amk meðan þau vita ekki að þau eru með slæma klippingu.