Fyrir rétt um tveimur vikum síðan setti ég í loftið endurhannaðan vef fyrir Danskbureauet. Danskbureauet er tungumálaskóli hér í Kaupmannahöfn. Verkefnið gekk hratt og örugglega fyrir sig en þeim vantaði s.s nýja hönnun og rafræn innskráningarform svo viðskiptavinir þeirra gætu skráð sig á tungumálanámskeiðin sem þau eru með. Einnig þurfti síðan að vera á tveimur tungumálum.

Ég er alveg í S-inu mínu þegar ég fæ svona verkefni í hendur. Ekki bara endurhannaði ég síðuna og setti upp í WordPress, heldur fékk lógóið þeirra líka yfirhalningu. Þar fyrir utan leiðbeindi ég þeim með leitarvélabestun (SEO) og sprangaði um borgina með myndavélina að vopni, en ég á 3 af þeim myndum sem eru í bannernum á síðunni (þessa af Óperunni, Christianshavn og Íslandsbryggju, fyrir þá sem þekkja til). Ég s.s brá mér í fjölmörg hlutverk og það er einmitt það sem, að mínu mati, gerir starf mitt að frábæru starfi.

Forsíða vefsins í heild:

vefur-danskbureauet-forsida