Vefverslun

Það hefur sennilega aldrei verið auðveldara fyrir hvern sem er að opna vefverslun eins og er í dag. Að opna vefverslun er samt krefjandi, en einmitt á réttan máta.

Þar sem við vinnum með WordPress hér hjá Kristín Guðmunds vefhönnun, þá notumst við við vefverslunarkerfið WooCommerce sem er sérstaklega þróað til þess að nota með WordPress.

Eins og WordPress, er WooCommerce frítt í grunninn. Grunnkerfið getur þjónað mjög einföldum vefverslunum en svo, eftir því hverjar sérþarfir hverrar verslunar fyrir sig eru, má tvinna við það kerfi eins og þurfa þykir.

Margir möguleikar

Við erum ekki bara að tala um áþreifanlegar vörur eins og föt eða bækur, sem hægt er að selja í vefverslun.

Þú getur líka sett upp bókunarvél, þar sem hægt væri að bóka hjá þér tíma, bóka bíl, bóka herbergi, bóka ferð. Eða þú getur byggt vefverslun þína upp á vörum sem verður að panta fyrir fram og svo framleiðir þú vöruna. Þú ert jafnvel með stafræna vöru eins og tónlist, rafbók, pdf skjöl, grafík á stafrænu formi eða hvað annað sem telst stafrænt.

Þú gætir jafnvel gengið með hugmynd í maganum sem felur í sér að fá áskrifendur að efni á vefnum þínum.

Allt þetta og meira til er í boði með því að skeyta saman WordPress og WooCommerce.

Heyrðu í mér með hugmyndina, hugurinn ber okkur hálfa leið!