Vefur
„Vefurinn þinn ætti að miðla þeim skilaboðum sem starfssemi þín stendur fyrir til notenda vefsins, vera aðgengilegur og notendavænn.
Vefumsjónarkerfi – WordPress
Vefumsjónarkerfi eða CMS (Content Management System): Kerfið sem vefsíðan þín er byggð upp í, þar sem þú getur skráð þig inn og sýslað með síðuna, t.d bætt við og breytt textum og myndum, birt og eytt efni.
Við setjum bæði upp síður sem við hönnum og setjum upp hönnun eftir aðra. Við notum WordPress vefumsjónarkerfið fyrir vefi sem við setjum upp. Við erum mjög fær í öllu sem viðkemur WordPress, enda þekkjum við kerfið út og inn.
Það þarf varla að taka það fram að við erum boðin og búin að þjónusta okkar viðskiptavini, en við höfum sterkar skoðanir á því að eigandi vefsíðu eigi að hafa möguleika á því að sjá um sína eigin síðu og ætti ekki að vera bundinn fastur við vefumsjónarkerfi byggt af einkaaðila og ætti að geta flutt vefsíðuna sína á milli hýsingaraðila án vandkvæða, ef honum hugnast svo.
WordPress er svokallað „Open Source“ vefkerfi sem þýðir að öllum er frjálst að nota það. Óskir um sérvirkni fyrir hvern og einn vef má svo tvinna við.
Íslensk fyrirtæki sem nota WordPress eru t.a.m Forlagið bókaútgáfa, Kvennablaðið , Nútíminn, Geislavarnir ríkisins og margir fleiri sem eru með vefi í öllum stærðum og gerðum. WordPress er eitt af vinsælustu vefkerfum í heimi í dag og möguleikarnir eru nánast endalausir.
Vefverslun – WooCommerce
Þróun vefkerfa undanfarin ár hefur gert að það er orðið mjög auðvelt fyrir hvern sem er að opna vefverslun. Við notum vefverslunarkerfi sem heitir WooCommerce, en það er hannað fyrir WordPress.
Í grunninnn er WooCommerce, eins og WordPress, „Open Source“ kerfi sem síðan er byggt ofaná allt eftir kröfum um virkni hverrar vefverslunar.
Þú getur verið með eina vöru til að selja og þú getur verið með þúsundir. WooCommerce er byggt fyrir allar gerðir viðskipta – hvort um ræðir eiginlega vöru, niðurhlaðanlegar vörur, ferðir sem þarf að panta og greiða fyrir, þjónustu sem þarf að bóka og greiða fyrir, áskriftar- og meðlimaþjónustu og margt fleira.
Vefhönnun
Vefsíða ætti að vera fagurfræðilega aðlaðandi og faglega unnin. Staðreyndin er sú að vefsíðan þín er andlit fyrirtækis þíns á internetinu og þú vilt stjórna hvaða ljósi hún varpar á starfssemi þína, vörur og þjónustu. Vefsíðan þín er í mörgum tilfellum fyrsta og eina tækifærið sem þú færð til þess að laða að þér nýja viðskiptavini, svo fyrstu kynni eru mjög mikilvæg.
Hér gæti verið um að ræða alveg nýjan vef eða jafnvel endurhönnun á vef. Hvorutveggja tökum við opnum örmum.
Sérlausnir
Þó svo að WordPress sé tilbúið til notkunar beint úr kassanum og að fyrir það séu til ótal viðbætur með nánast allri mögulegri virkni þá er lykilorðið hér „nánast“.
Það kemur mjög oft upp að viðskiptavinur þurfi á einhverri alveg sérstakri virkni að halda. Hvort það er að breyta smávægilega virkni viðbótar sem er í notkun eða að kóða þurfi nýja viðbót, geturðu gengið að því með vissu að þá þjónustu er að fá hjá Dóttir vefhönnun.
Við höfum tekið að okkur að framkalla allskonar sérvirkni, sem dæmi:
- Tengingu við bókhaldskerfi
- Útskrift pantana úr WooCommerce fyrir bókhaldskerfi / lagerkerfi
- Breytingar á check-out síðu WooCommerce
- Leitarvél
- Sérhannað vöruspjald í framenda, fyrir WooCommerce
- Skilyrtar tölvupóstsendingar fyrir WooCommerce
- Tenging WooCommerce við sölu á rafrænum vörum frá öðrum lager
Veföryggi og SSL
WordPress er eins öruggt og hvað annað vefumsjónarkerfi. Það krefst sömu ráðstafana og önnur kerfi, en þær ráðstafanir snúa að því að setja upp öryggisnet í kringum vefinn sem um ræðir og uppfæra hann mjög reglulega.
Að vera með örugga síðu í augum vafra og leitarvéla eins og Google, er orðið mikilvægara en aldrei fyrr, einnig í tengslum við leitarvélabestun (SEO). Google er hreinlega farið að loka á síður sem ekki eru með https tengingu, á því formi að það birtir notandanum skjá sem tilkynnir að síðan sé hættuleg og að notandinn ætti að drífa sig af henni. Til þess að geta fengið https tengingu verður þú að vera með SSL leyfi.
Hjá Dóttir vefhönnun færð þú hjálp við að setja upp SSL, hvort það er keypt leyfi eða Lets Encrypt leyfi (veltur á hvort það er uppsett á hýsingunni) sem er frítt.
Leitarvélabestun (SEO)
SEO (Search Engine Optimization) eða leitarvélabestun: er orð yfir þá aðgerð að reyna að koma sem fyrst í leitirnar á leitarvélum eins og Google.
Leitarvélabestun er svo mikilvæg, að þó svo að vefhönnuðurinn í okkur muni fá hjartastopp, þá segjum við samt þetta; Ef við yrðum að velja á milli leitarvélabestunar og fallegrar vefsíðu, myndum við velja leitarvélabestun.
Að sjálfsögðu verða allar hliðar vefhönnunar að tala saman, efni síðunnar, útlit, virkni og aðgengi. Það kemur bara enginn til með að sjá vefsíðuna ef hún er ekki bestuð fyrir leitarvélar.
Aðferðirnar sem leitarvélar nota til þess að ákveða hvort síðan þín birtist ofarlega í leitarniðurstöðum eða ekki eru stöðugt að breytast. Við neyðumst því til þess að vera vakandi fyrir þessum breytingum og það gerum við með öllum tiltækum ráðum og gefum viðskipta vinum okkar gjarnan þau ráð sem við höfum í pokahorninu.
Ef þú þarft á leitarvélabestun að halda, vertu þá endilega í sambandi og við förum yfir hvað þarf til.