Umsjón

Það er að mörgu að huga ef vel á að vera. Líklegt er að þú komist að því að rekstur starfsemi þinnar tekur allan þinn tíma og meira til.

Hér höfum við  gert það að starfssemi okkar að þjónusta þá sem kjósa að nota krafta sína í það sem þeir eru góðir í með því að gera það sem við erum góð í, sem er allt sem kemur að því að hanna og setja upp og sjá um vefi.

Þjónustupakkinn

Þú getur ráðið okkur til þess að sjá um vefinn þinn að einhverju eða öllu leiti. Viðskiptavinum gefst kostur á að kaupa fyrirfram ákveðinn tímafjölda á mánuði á lægra verði en ella. Þú þarft ekki að hafa keypt vefhönnun eða uppsetningu vefs hjá okkur, við getum alveg unnið saman þó svo að einver annar hafi gert vefinn þinn. Þú þarft meira að segja ekki að vera með WordPress vef, allir eru velkomnir.

Þú getur m.a beðið okkur um að:

  • Vera reiðubúin til hjálpar með skömmum fyrirvara þegar upp koma vandamál
  • Setja inn á vefinn þinn texta sem þú skrifar
  • Leiðrétta / lesa yfir texta á vefnum
  • Semja fyrir þig texta um ákveðið efni og setja inn á vefinn (á íslensku eða ensku)
  • Uppfæra og hafa eftirlit með vefnum
  • Skipta út myndum eða skjölum og/eða setja ný inn
  • Gera stillingarbreytingar
  • Gera smávægilegar sem og stórar breytingar á vefnum
  • Hanna og kóða viðbætur og nýja virkni við vefinn
  • Stjórna aðgengi að vefnum
  • Sjá um vefverslunina þína (þú verður samt að sjá um að pakka og senda vörurnar 😉 )
  • Uppfæra vörur og setja inn nýjar
  • Og svo bara það sem þú þarft að sé gert, við erum til þjónustu reiðubúin

Viðskiptavinir í Þjónustupakkanum fá forgang og stjörnugóða þjónustu.

Eftirlits- og uppfærslupakkinn

Við erum með mörg fyrirtæki og einstaklinga í þjónustuleið sem við köllum því einfalda og óhugmyndaríka nafni „Eftirlits- og uppfærslupakkinn„. Það felur í sér að við, með jöfnu millibili förum inná vefi og uppfærum það sem þarf að uppfæra, gætum að því að allt sé með felldu og sjáum til þess að til séu afrit af vefnum.

Það er mjög mikilvægt að uppfæra WordPress vefi. Það er öryggisins vegna. Óuppfærðar síður eru fljótar að laða að sér athygli óprúttinna aðila með eyðileggingarþörf.

Uppfærslur hafa oft í för með sér breytingar. Það gildir um allt sem uppfært er, hvort það er tölva, sími eða vefurinn þinn. Þessar breytingar eru í flestum tilfellum smávægilegar en af og til stærri. Þetta getur orðið til þess að virkni á vefnum þínum breytist. Þegar við uppfærum göngum við úr skugga um að ekkert fari úrskeiðis við uppfærsluna.

Hýsing og lén

Þú getur hýst vefinn þinn hjá okkur. Hýsing hjá okkur er á sanngjörnu verði og þjónustan góð. Við notum þjóna* sem eru bestaðir fyrir WordPress og hvar fyllsta öryggis er gætt.

Þegar þú þarft að kaupa lén getum við séð um að panta það fyrir þig og beina því á réttan stað. Einu gildir hvort um ræðir .is lén eða . eitthvað annað.

*Dóttir vefhönnun er endursöluaðlili hjá 1984 ehf.