wordpress-logo

Vefumsjónarkerfi – WordPress

Vefumsjónarkerfi eða CMS (Content Management System): Kerfið sem vefsíðan þín er byggð upp í, þar sem þú getur skráð þig inn og sýslað með síðuna, t.d breytt síðunni, bætt við og breytt textum og myndum, birt og eytt efni.

Ég nota nánast alltaf (í 99% tilfella) WordPress þegar ég set upp vefsíður. Ég set bæði upp síður sem ég hanna og set upp hönnun eftir aðra. WordPress er mjög auðvelt í notkun og afar notendavænt.

Það þarf varla að taka það fram að ég er boðin og búin til að þjónusta mína viðskiptavini, en ég hef sterkar skoðanir á því að eigandi vefsíðu eigi að hafa möguleika á því að sjá um sína eigin síðu og ætti ekki að vera bundinn fastur við vefumsjónarkerfi byggt af einkaaðila og ætti að geta flutt vefsíðuna sína án vandkvæða ef honum hugnast svo.

WordPress er svokallað „Open Source“ vefkerfi sem er frítt í grunninn. Óskir um sérvirkni fyrir hvern og einn vef má svo tvinna saman við grunninn.

The New Yorker, BBC America og Sony Music eru dæmi um fyrirtæki sem nota WordPress. WordPress er eitt af vinsælustu vefkerfum í heimi í dag og möguleikarnir eru nánast endalausir.

Ég hef margra ára reynslu af WordPress og lít svo á að ég sé sérfróð í þessu kerfi. Ég hef einnig orðið mikla reynslu í WooCommerce, sem er vefverslunarkerfi fyrir WordPress.