Leitarvélabestun

SEO (Search Engine Optimization) eða leitarvélabestun: er orð yfir þá aðgerð að reyna að koma sem fyrst í leitirnar á leitarvélum eins og Google.

Leitarvélabestun er svo mikilvæg, að þó svo að vefhönnuðurinn í mér muni fá hjartastopp, þá segi ég samt þetta; Ef ég yrði að velja á milli leitarvélarbestunar og fallegrar vefsíðu, myndi ég velja leitarvélabestun.

Að sjálfsögðu verða allar hliðar vefhönnunar að tala saman, efni síðunnar, útlit, virkni og aðgengi. Það kemur bara enginn til með að sjá fallegu vefsíðuna ef hún er ekki bestuð fyrir leitarvélar.

Listin við leitarvélabestun er eitthvað sem ég get annaðhvort kennt þér að taka föstum tökum eða þú getur fengið mig til að vinna í, fyrir þig.

Aðferðirnar sem leitarvélar nota til þess að ákveða hvort síðan þín birtist ofarlega í leitarniðurstöðum eða ekki eru stöðugt að breytast. Við neyðumst því til þess að vera vakandi fyrir þessum breytingum og það geri ég með öllum tiltækum ráðum og gef viðskipta mínum gjarnan þau ráð sem ég hef í pokahorninu.

Um leitarvélabestun

Uppsetning Yoast SEO viðbótarinnar – 3. hluti

nóvember 23rd, 2016|0 Comments

  Þessi grein er þriðja og síðasta greinin í yfirferð yfir uppsetningu Yoast SEO viðbótarinnar sem er leitarvélabestunar viðbót fyrir WordPress. Í fyrsta og öðrum hluta var farið yfir stillingar í grunnútgáfu viðbótarinnar og [...]

Uppsetning Yoast SEO viðbótarinnar – 2. hluti

nóvember 23rd, 2016|1 Comment

Þessi grein er önnur grein af þremur þar sem farið er yfir stillingar viðbótarinnar Yoast SEO. Í fyrstu greininni var farið yfir bestu stillingarnar fyrir almennar stillingar, titla og innihaldslýsingar og samfélagsmiðla. Hér tökum [...]

Uppsetning Yoast SEO viðbótarinnar – 1. hluti

nóvember 22nd, 2016|2 Comments

Leitarvélabestun er eitt af því sem ég hef sérstaklegan áhuga á og hef þessvegn ákveðið að setja fram leiðbeiningar um uppsetningu leitarvélabestunar viðbótar fyrir WordPress Eitt af þeim stoðtækjum sem hægt er að nota á vef [...]