Ég hef starfað núna í dágóðan tíma sem einyrki undir eigin nafni, Kristín Guðmunds. Þar sem gengið hefur vel og fyrirtækið hefur vaxið og dafnað ákvað ég að stofna sjálfstætt fyrirtæki og ég nefndi það Dóttir vefhönnun (Dóttir Webdesign).

Ég er spennt fyrir framhaldinu og finnst það vera innblástur að opinbera þetta með formlegum hætti í sömu andrá og kynsystur mínar á Íslandi stökkva frá vinnu í kvennafrí, til að sýna samhug í verki varðandi kjarajafnrétti.

Ég er ennþá eina formlega starfskonan í fyrirtækinu mínu en á orðið mjög gott samstarf við hina ýmsu aðila sem koma inn í fyrirtækið mitt með þekkingu sem ég hef ekki. Það gerir mér kleift að taka að mér stærri og flóknari verkefni en ef væri bara ein. Samstarfsaðilarnir eru bæði konur og menn, mér dettur ekki í hug að greiða konum minna en mönnum fyrir þeirra vinnu. Það hefur ekki hvarflað að mér.

Vegna þess að ég er hér bæði yfirkona og starfskona þá hef ég ekki reynt á eigin skinni að fá minni laun en maður fyrir sömu vinnu. Ég hef heldur ekki reynslu af því að fá lægri laun en maður á vinnustað, eða ef það var þannig, þá vissi ég ekki af því. En ég hef hinsvegar oft, eftir að ég byrjaði að vinna í þessum geira, lent í eftirfarandi:

  • – ég er kölluð Kristinn…
  • – mér er heilsað svona, þegar tölvupósti frá mér er svarað,  “Sæll …”
  • – körlum sem geta ekki á heilum sér tekið að kona viti jafn mikið eða meira um tæknimál varðandi uppsetningu vefs, typpakeppni við píku.. meikar engan sens
  • – það er áberandi talað niður til mín, stelpunnar
  • – mér er sagt að “nei.. ég býð bara þangað til hann kemur úr fríi.. ” (sem var nb eftir 3 vikna langt sumarfrí)
  • – æ… hún þarna…

Héðan hrópa ég húrra fyrir stelpum á Íslandi! HÚRRA!!