Vefhönnun

Vefurinn þinn ætti að miðla þeim skilaboðum sem starfssemi þín stendur fyrir, vera aðgengilegur og notendavænn.

Efni vefs

Þú ert líklega með vöru eða þjónustu sem þú vilt miðla upplýsingum um á vefsíðunni þinnig. Vefhönnun er ætlað að gefa þessum upplýsingum byr undir báða vængi. Efni vefs, hér erum við að tala um texta og myndir, ætti að nota til þess að byggja vefinn á. Efni vefs ætti að vera fyrsta skrefið sem tekið er í áttina að nýjum vef.

Útlit

Vefsíða ætti að vera fagurfræðilega aðlaðandi og faglega unnin. Staðreyndin er sú að vefsíðan þín er andlit fyrirtækis þíns á internetinu og þú vilt stjórna hvaða ljósi hún varpar á starfssemi þína, vörur og þjónustu. Vefsíðan þín er í mörgum tilfellum fyrsta og eina tækifærið sem þú færð til þess að laða að þér nýja viðskiptavini, svo fyrstu kynni eru mjög mikilvæg.

Virkni

Allir hlutar síðunnar þinnar ættu að virka hratt og örugglega. Brotnir og illa uppsettir hlutar síðu gera það að verkum að notandinn þinn verður svekktur, ringlaður og alls ekki líklegur til að stofna til viðskipta. Allt ætti að virka eins og til er ætlast af því, það telur linka, form, leit, samfélagsmiðlatengingar og fl.

Notendavæn vefsíða

Mjög mikilvægt atriði, sem oft fyrirferst að innleiða, er að gera vefsíðuna notendavæna. Það verður að vera auðvelt að lesa, auðvelt að skoða og auðvelt að skilja síðuna þína.

Skalanlegur vefur – mobile / responsive vefur

Ekki fyrir löngu tilkynnti Google að vefir sem eru ekki „mobile friendly“ verði ekki sýndir í leitarniðurstöðum á hinum ýmsu tækjum öðrum heldur en borðtölvum/stórum skjám. Leit á snjallsímum og spjaldtölvum hefur rokið upp og það er fyrirsjáanlegt að leit í þessum tækjum mun verða meiri heldur en leit á stærri skjáum, í framtíðinni. Til þess að auka möguleika þína á markaðnum og vera með í nútímanum, er algjörlega nauðsynlegt að nýji vefurinn þinn sé skalanlegur (responsive).